Þarf að ráðgast við danska þingið

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana. Reuters

Forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, segist ætla að ráðgast við danska þjóðþingið áður en hún skuldbindi sig til þess að taka þátt í nýjum sáttmála um evrusvæðið.

„Það er of snemmt að segja til um það hvort Danmörk verði með,“ sagði hún við fjölmiðla í morgun. „Ákvörðun dönsku þjóðarinnar um að standa fyrir utan evruna verður að virða.“

Tveir danskir stjórnmálaflokkar hafa krafist þess að þjóðaratkvæði fari fram um það ef dönsk stjórnvöld ákveði að samþykkja sáttmálann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert