Vilja þjóðaratkvæði um breytingarnar

Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.
Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. Reuters

Ef dönsk stjórnvöld samþykkja breytingar á sáttmálum Evrópusambandsins, sem meðal annars eiga að fela í sér ríkisfjárlagasamband, verður að leggja þá ákvörðun í þjóðaratkvæði. Þetta er afstaða stjórnmálaflokkanna Einingarlistans og Danska þjóðarflokksins samkvæmt fréttavef danska viðskiptablaðsins Børsen í dag.

Í samtali við blaðið segir Per Clausen, þingflokksformaður Einingarlistans, að samþykkt á breytingunum brjóti í bága við undanþágu Dana frá evrunni. „Ef forsætisráðherrann er ákveðinn í að gera þetta þá verðum við að fá þjóðaratkvæði,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert