Fæðingargallar tíðari í Falluja

Læknar og foreldrar í borginni Felluja í Írak segja að fæðingargöllum hafi fjölgað mikið í borginni og kenna margir vopnum og eiturefnum sem bandaríski herinn notar um þá þróun. Innan við mánuður er þangað til að bandaríski herinn yfirgefur Írak fyrir fullt og allt.

Amir Hussein missti fjögurra ára gamlan son sinn vegna heilaskemmda í fyrra. Annað barn hans þjáist af útbrotum á húð og annar fótleggur þess er lengri en hinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert