Ökumaðurinn var að senda SMS

Hættulegt er að senda smáskilaboð undir stýri.
Hættulegt er að senda smáskilaboð undir stýri. mbl.is/Brynjar Gauti

Nítján ára gamall ökumaður pallbíls sem lenti í árekstri við tvær skólarútur og dráttarvél með þeim afleiðingum að tveir létust í Missouri í fyrra var að senda smáskilaboð þegar áreksturinn varð. Ökumaðurinn og 15 ára gamall nemandi í annarri rútunni létust í slysinu.

Rannsóknarnefnd umferðarslysa í Bandaríkjunum greindi frá þessu í dag. Auk ungmennanna tveggja sem létust slösuðust 38 manns í slysinu. Fimmtíu börn voru um borð í rútunum sem voru á leiðinni í skemmtigarð.

Ray LaHood, samgönguráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að það færðist í aukana að ökumenn sendu smáskilaboð úr farsímum sínum undir stýri þrátt fyrir að mörg ríki hafa gert það ólöglegt undanfarið.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert