Efast um að Kim Jong-il hafi dáið í lestinni

Lík Kim Jong-il á viðhafnarbörum í Pyongyang.
Lík Kim Jong-il á viðhafnarbörum í Pyongyang.

Stjórnvöld í S-Kóreu efast um að frásögn um að Kim Jong-il, leiðtogi N-Kóreu, hafi dáið á ferðalagi í lest sé rétt. Samkvæmt gervihnattarmyndum hafi lestin verið kyrr í Pyongyang, höfuðborg landsins, á þeim tíma sem leiðtoginn á að hafa verið á ferðalagi í henni.

Samkvæmt opinberri tilkynningu um dauða Kim Jong-il lést hann úr ofþreytu í lest eftir að hafa verið á ferðalagi til að hitta þjóð sína. Tilkynnt var um andlát hans 51 klukkutíma eftir að hann lést. Þessi frásögn fellur vel að þeirri mynd sem reynt hefur verið að draga upp af leiðtoganum.

Won Sei Hoon, upplýsingafulltrúi þings S-Kóreu, segir hins vegar að gervihnattarmyndir sýni að lestin hafi ekkert færst úr stað á þeim tíma sem Kim Jong-il á að hafa verið á ferðalagi með henni. Miklu líklegra sé að hann hafi látist heima hjá sér í höfuðborginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert