Segir 99% líkur á að evran lifi ekki

Reuters

Nær öruggt er að evrusvæðið liðist í sundur innan næstu tíu ára að mati bresku hugveitunnar Centre for Economics and Business Research (CEBR). Þá telur hugveitan að líklegt sé að bæði Grikkland og Ítalía eigi eftir að yfirgefa svæðið á þessu ári.

„Það virðist nú sem 2012 verði árið sem evran fer að liðast í sundur,“ segir í skýrslu sem CEBR hefur sent frá sér um málið samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

„Það hefur komið betur í ljós á nýliðnu ári að það er í raun pólitískt útlokað að ná þeirri niðurstöðu sem nauðsynlegt er að ná til þess að evran geti lifað af,“ segir Douglas McWilliams, framkvæmdastjóri CEBR.

Hann segir að til þess að evran geti lifað af til lengri tíma litið verði ríki evrusvæðisins að vera nægjanlega samkeppnishæf með tilliti til hagvaxtar þannig að þau geti greitt af skuldum sínum.

Skortur á hagvexti sé líklegastur til þess að leiða að lokum til þess að evran liðist í sundur að sögn McWilliams sem segir að nú sé nánast öruggt að það gerist.

Frétt Daily Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert