Fuglaskoðurum rænt

Fuglaskoðun er vinsæl um allan heim.
Fuglaskoðun er vinsæl um allan heim. mbl.is/reuters

Tveimur evrópskum fuglaskoðurum var rænt á Filippseyjum í dag, á svæði þar sem herskár hópur múslíma stundar mannrán. Erlendir ferðamenn eru gjarnan skotmörk þeirra. Ekki hefur þó enn fengist staðfest hverjir mannræningjarnir eru.

Mennirnir eru frá Hollandi og Sviss og var rænt á afskekktri eyju þar sem þeir voru á ferðalagi. Filippseyskur leiðsögumaður slapp undan mannræningjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert