74 látnir og hundruð særðir

Frá knattspyrnuvellinum í Port Said í Egyptalandi í dag.
Frá knattspyrnuvellinum í Port Said í Egyptalandi í dag. Reuters

Að minnsta kosti 74 létu lífið og hundruð særðust í átökum á knattspyrnuvelli í borginni Port Said í Egyptalandi fyrr í dag.  Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, segir að dagurinn í dag sé svartur dagur í sögu knattspyrnunnar.

Liðin Al-Ahly og Al-Masri áttust við.

Múslímska bræðralagið, stærsti stjórnmálaflokkur landsins, segir stuðningsmenn forsetans fallna, Hosni Mubarak, hafi staðið fyrir átökunum. „Þetta eru skilaboð frá fyrrum valdhöfum,“ sagði Essam al-Erian, forsætisráðherra landsins.

Herinn sendi menn á vettvang til að koma í veg fyrir frekari átök. Forsætisráðherra landsins, Kamal al-Ganzuri, mun kalla þing landsins saman á morgun á neyðarfund til að ræða atburðina.

Óeirðirnar munu hafa byrjað um leið og flautað var til leiksloka. Aðdáendur Al-Masri, sem er lið í Port Said, þustu inn á völlinn og hófu að kasta steinum, flöskum og flugeldum í átt að áhangendum Al-Ahly.

„Mér er brugðið og ég er sorgmæddur yfir öllum þessum fjölda knattspyrnuaðdáenda sem hafa látist eða slasast,“ sagði Sepp Blatter, formaður FIFA í yfirlýsingu.

Yfirmaður egyska hersins, Hussein Tantawi, sendi tvær herflugvélar til Port Said til að sækja knattspyrnumennina og þá slösuðu.

Ríkissaksóknari hefur fyrirskipað að fram muni fara rannsókn á atvikum mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert