Grikkir mótmæla niðurskurði

Þúsundir Grikkja mótmæla nú við þinghúsið í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Fólkið mótmælir niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett ýmsan niðurskurð sem skilyrði fyrir því að veita landinu aðstoð. Fjöldi manna í ýmsum starfsstéttum lagði niður störf í dag vegna þessa.

Til dæmis var lítið um leiðsögn ferðamanna á Akrópólis-hæð í dag og höfðu erlendir ferðamenn fullan skilning á aðgerðum heimamanna.

Grikkir þurfa að leggja fram aðgerðaáætlun sína í síðasta lagi 15. febrúar. Verði hún samþykkt fá þeir aðstoð frá AGS 20. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert