Obama biðst afsökunar á bókabrennu

Mótmælt skammt frá Kabúl.
Mótmælt skammt frá Kabúl. Obaid Ormur

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Hamid Karzai, forseta Afganistan, afsökunarbeiðni vegna bandarískra hermanna í Bagram-stöðinni sem vanvirtu íslam með því að brenna Kóraninn og fleiri helgirit múslima.

Í bréfi sínu sagðist Obama heita því að málið yrði rannsakað. „Mér þykir afskaplega leitt að þetta atvik hafi átt sér stað,“ skrifaði Obama. „Ég bið þig og alla Afgana innilegrar afsökunar.“ Um mistök hafi verið að ræða en umræddir hermenn yrðu látnir taka afleiðingunum.

Undanfarna þrjá daga hafa minnst tólf látist og tugir særst í átökum á milli lögreglumanna og fólks sem mótmælti gjörðum hermannanna. M.a. hefur verið kveikt í verslunum og bílum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert