Brotið á rétti sölumanns dauðans

Viktor Bout
Viktor Bout Reuters

Rússneski vopnasalinn Viktor Bout, öðru nafni „sölumaður dauðans“, verður fluttur á almenna deild í fangelsi eftir að hafa verið haldið í einangrun í fimmtán mánuði, eða frá því hann var framseldur til Bandaríkjanna frá Taílandi. Úrskurðaði dómari í dag um að einangrunin væri brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. 

Bout var dæmdur sekur fyrir dómi í New York í nóvember í fyrra fyrir að hafa selt hryðjuverkamönnum mikið magn vopna sem ætluð voru til árásar á Bandaríkin.

Auk þess að vera fundinn sekur um vopnasölu var Bout dæmdur fyrir að vera aðili að samsæri um að drepa bandaríska hermenn og fyrir að hafa selt vopn til að granda flugvélum.

Frá komunni til Bandaríkjanna hefur hann verið í einangrun í litlum klefa og hefur fengið að fara í annan klefa þar sem hann hefur getað gert æfingar í eina klukkustund á sólarhring án möguleika á að hitta aðra og að fara út fyrir hússins dyr.

Dómurinn verður kveðinn upp yfir Bout þann 12. mars en hann á yfir höfði sér 25 ára fangelsi hið minnsta fyrir að hafa selt FARC-skæruliðasamtökunum í Kólumbíu vopn.

Saksóknari í málinu sagði við réttarhöldin að vopnamagnið sem Bout var með til sölu hefði samsvarað vopnaeign smáríkis. Hann er talinn hafa útvegað vopn til margra blóðugustu og mannskæðustu átaka síðari ár, meðal annars í Afganistan, Angóla, Kongó og Súdan.

Bout var í haldi í Taílandi í tvö ár áður en hann var framseldur en hann er talinn einn helsti vopnasali heims og fyrirmynd kvikmyndarinnar „Lord of War“ með Nicolas Cage.

Bandarísk yfirvöld tóku fyrir alvöru eftir Bout árið 1999 þegar þjóðaröryggisráðið, NSC, fyrirskipaði rafrænt eftirlit með stjórnvöldum og stríðsherrum á átakasvæðum í Vestur- og Mið-Afríku. Leikurinn barst meðal annars frá Kongó til Líberíu og Síerra Leóne. Afrit af samtölum hrönnuðust upp án þess að tækist að greina mynstur þar til greinendur veittu því athygli að eitt nafn virtist alls staðar koma fyrir: Viktor Bout.

Gayle Smith, þá helsti sérfræðingur NSC um Afríku, sendi fyrirspurn um manninn og fékk til baka frá leyniþjónustunni, CIA, stafla af ljósmyndum frá 1996 til 1999 af rússneskum flutningavélum, sem stóðu á flugvöllum hér og þar í frumskógum Afríku og verið var að afferma úr vopn. Á einni þeirra stóð Bout við vopnaflutningavél.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu nýr talnalás. kr.45,000,- uppl. 8691204 Br,58cm Hæð...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...