Þjóðþingin orðin að ESB-stofnunum

Forseti leiðtogaráðs ESB, Herman van Rompuy.
Forseti leiðtogaráðs ESB, Herman van Rompuy. Reuters

„Kannski ekki í formlegum skilningi, en í það minnsta pólitískt eru öll þjóðþingin orðin að stofnunum á vegum Evrópusambandsins,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á fundi um efnahagsmál sem fram fór í gær með fulltrúum frá ríkjum sambandsins og stofnana þess.

Sagði van Rompuy ástæðuna vera þá að ákvarðanir sem teknar væru á einstökum þjóðþingum ríkja Evrópusambandsins hefðu í vaxandi mæli þýðingu fyrir önnur ríki sambandsins. Hann sagði þetta einnig snerta umræðuna um fullveldi ríkjanna samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com í dag.

„Þjóðþingin halda fullveldi sínu í fjármálum, allavega á meðan stefnumörkun ríkjanna ógnar ekki fjármálalegum stöðugleika heildarinnar,“ sagði hann og bætti því við að evruríkin yrðu að hafa samráð við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og önnur ríki á evrusvæðinu áður en þau tækju stærri ákvarðanir í efnahagsmálum sínum sem gætu haft áhrif á hin ríkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert