Van Rompuy situr áfram

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Reuters

Herman Van Rompuy var í dag endurkjörinn í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og mun hann því gegna því starfi næstu 30 mánuðina. Að auki var hann útnefndur yfirmaður evrusvæðisins. Engin önnur framboð voru til embættanna.

„Ég tek við þessari tilnefningu með gleði. Það eru forréttindi að fá að þjóna Evrópu á svo  miklum örlagatímum,“ skrifaði Van Rompuy á Twitter-síðu sinni.

Van Rompuy er 64 ára og er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu. Í upphafi embættisferils síns hjá ESB var hann ýmist uppnefndur „ósýnilegi forsetinn“ eða „Herra Enginn“, en hann þótti fremur framtakslítill. Síðan þá hefur hróður hans vaxið jafnt og þétt og hann þykir hafa staðið sig með ágætum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert