Íbúum Homs slátrað

Breski ljósmyndarinn Paul Conroy sem særðist alvarlega í árás sýrlenska stjórnarhersins á borgina Homs segir stjórnarherinn slátra íbúum borgarinnar með kerfisbundnum hætti.

„Þetta er ekki stríð, þetta er fjöldamorð,“ segir Conroy sem líkir ástandinu einna helst við blóðug átök fyrri heimsstyrjaldar.

Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert