Leita að líkum ári eftir flóðbylgju

Leit stendur enn yfir að líkum þeirra sem létust þegar harður jarðskjálfti reið yfir norðausturströnd Japans þann 11. mars í fyrra með þeim afleiðingum að gríðarstór flóðbylgja skall á ströndinni. Alls létust 16 þúsund manns og yfir þrjú þúsund er enn saknað.

Bærinn Rikuzentakata í norðurhluta Japans ber þess enn merki að hafa orðið fyrir náttúruhamförum en yfir 1.500 bæjarbúar létust og tæplega 300 er enn saknað eftir jarðskjálftann, sem mældist 9 á Richter, og flóðbylgjuna sem kom í kjölfarið. Í dag söfnuðust hundrað lögreglumenn frá nálægum borgum saman í bænum til að leita að líkamsleifum þeirra sem enn er saknað en fimm af 12 lögreglumönnum Rikuzentakata létust í flóðbylgjunni. Lögreglumennirnir segjast ekki vilja leggja árar í bát fyrr en það er alveg öruggt að öll von sé úti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert