Varar við hjónabandi samkynhneigðra

Benedikt sextándi.
Benedikt sextándi. Reuters

Páfinn varar við því að fólk beygi sig undir pólitískan og menningarlegan þrýsting um að breyta skilgreiningu hjónabandsins. Þá biður hann biskupa kaþólsku kirkjunnar að ítreka við söfnuði sína að kynlíf fyrir hjónaband sé alvarleg synd og grafi undan stöðugleika samfélagsins.

Páfinn lýsti vanþóknun sinni á hjónabandi samkynhneigðra í áheyrn bandarískra biskupa sem heimsóttu hann í Vatíkanið, segir í frétt BBC.

Lýsir páfinn þessu yfir aðeins skömmu eftir að hjónabönd samkynhneigðra voru lögleidd í Washington og Maryland í Bandaríkjunum.

Ítrekaði páfinn ennfremur við biskupana að þeir ættu að gera allt það sem í þeirra valdi stæði til að tryggja hefðbundið hjónaband karls og konu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert