Ættingjar Merah miður sín

Ættingjar fjöldamorðingjans Mohamed Merah í Alsír eru miður sín og trúa því varla að hann hafi getað framið morðin. Merah skaut sjö manns í frönsku borginni Toulouse til bana á níu dögum, þar af þrjú börn. Ættingjarnir efast um að Merah hafi raunverulega verið í tengslum við Al-Qaeda hryðjuverksamtökin eins og hann sjálfur hélt fram.

Ættingjar Merah búa í úthverfi borgarinnar Bezaz í Alsír. Foreldrar Merah fæddust í Alsír og hann kom oft þangað í heimsókn.

Frændi hans, Abdelkader Merah, segist enn ekki getað trúa því að Mohamed Merah hafi drepið fólkið. Hann segist ekki skilja þetta. Hann segir Merah hafa gjörbreyst eftir að hann fór í fangelsi - þar hafi hann verið heilaþveginn.

 Ættingjarnir vilja að Merah verði jarðaður í fjölskyldugrafreit í Alsír.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert