Mikill meirihluti Dana hafnar evrunni

Reuters

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Danmörku myndu 57,5% hafna evrunni ef kosið yrði um hana og 12,2% til viðbótar myndu líklega hafna henni. Samanlagt gerir það 69,7%.

Hins vegar myndu 17,2% styðja upptöku evru í stað krónunnar og 10,7% segjast sennilega styðja það. Samanlagt 27,9%. Um hliðstæðar niðurstöður er að ræða og í sambærilegri könnun í desember síðastliðnum.

Skoðanakönnunin var gerð af dönsku hagstofunni fyrir Danske Bank.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert