Sarkozy: Merah fái að hvíla í Frakklandi

Nicolas Sarkozy.
Nicolas Sarkozy. Reuters

Nicolas Sarkozy forseti Frakklands vill að fjöldamorðinginn Mohamed Merah verði jarðaður í Frakklandi og um það verði ekki deilt. Alsírsk stjórnvöld hafa neitað að taka við líki Merah af öryggisástæðum og borgarstjórinn í Toulouse vill ekki að morðinginn fái að hvíla þar í borg.

„Hann var franskur. Leyfum honum að vera grafinn hér og við skulum ekki deila um það,“ sagði Sarkozy í viðtali í dag.

„Mohamed Merah hagaði sér eins og skrímsli. Ég hefði frekar viljað að hann hefði náðst á lífi. Við reyndum hvað við gátum að gera það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert