Lögregla greip í taumana

Frá Árósum í Danmörku.
Frá Árósum í Danmörku. mbl.is/GSH

„Íslamstrú er ógn og stjórnmálamenn gera ekkert til að bregðast við henni,“ segja talsmenn hægriöfgamanna sem nú halda fund í Árósum í Danmörku til að mótmæla innflytjendastefnu landsins. 

Mikill viðbúnaður lögreglu er á staðnum og þurfti lögregla að grípa í taumana þegar hópur svartklædds og grímuklædds fólks kom á staðinn og krafðist aðgangs að samkomu hægriöfgafólksins.

Fundurinn er skipulagður af samtökunum Danish Defence League, sem eru systursamtök samtaka í Englandi; English Defence League. Að auki eru þar áþekk dönsk samtök og ýmis evrópsk samtök.

Á sama tíma halda andstæðingar þessara skoðana fund sinn skammt frá og segja að fjölmenningarsamfélag sé besta lausnin.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert