Unglingur réðst á tíu ára barn

mbl.is

Sextán ára breskur drengur hefur verið handtekinn í tengslum við meinta árás á tíu ára stúlku sem hvarf af heimili sínu í tvo klukkutíma í gær. Stúlkan hlaut alvarlega en þó ekki lífshættulega áverka.

Stúlkunni var komið undir læknishendur í Newcastle í kjölfar árásarinnar. Við fyrstu skoðun á sjúkrahúsinu virðist sem stúlkan hafi orðið fyrir árás, að sögn talsmanns sjúkrahússins.

Stúlkan hvarf frá heimili sínu kl. 18.30 í gærdag og fannst rúmlega tveimur tímum síðar.

Lögreglan leitar nú að vitnum að hvarfi stúlkunnar eða ferðum hennar á þessu tímabili, segir í frétt Sky fréttastofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert