Öryggisverðir á vændishúsi

Tólf öryggisverðir, sem eiga að tryggja öryggi Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, voru sendir heim frá Kólumbíu vegna misferlis. Washington Post segir að þeir hafi haft samskipti við vændiskonur.

Talsmaður forsetaembættisins gaf ekki upplýsingar um hvers vegna öryggisverðirnir voru sendir heim, en fjölmiðlar segja að ástæðan tengist vændi. Talsmaðurinn sagði að þetta mál hefði á engan hátt haft áhrif á öryggi forsetans. Hann sagði hins vegar að ásakanir á hendur öryggisvörðunum væru mjög alvarlegar.

Obama kom til Kólumbíu í gær til að sitja leiðtogafund Ameríku-ríkja. Tvær litlar sprengjur sprungu í gærkvöld í nágrenni við sendiráð Bandaríkjanna í Bogota, höfuðborg Kólumbíu. Þær ollu engu tjóni.

Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, tók á móti Obama þegar …
Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, tók á móti Obama þegar hann kom til landsins. REUTERS
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert