Fréttaskýring: Vandræðagangur vegna Tímósjenkó

Julia Timosjenkó.
Julia Timosjenkó. GLEB GARANICH

Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, mun vera meðal þeirra einstaklinga, sem tilnefndir hafa verið til friðarverðlauna Nóbels. Í augum stjórnvalda í Úkraínu er hún hins vegar glæpamaður. Í október var hún dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að undirrita samning um kaup á gasi við Rússa, sem að sögn ákæruvaldsins leiddi til þess að úkraínskir skattborgarar voru sviknir um 200 milljónir dollara (rúmlega 25 milljarða króna). 19. apríl hefjast væntanlega ný réttarhöld þar sem hún verður sótt til saka fyrir fjárdrátt og skattsvik.

Réttarhöldin yfir Tímósjenkó voru umdeild og hafa gert verkum að samskipti Úkraínu við Evrópusambandið eru með stirðasta móti.

Evrópusambandið hefur krafist þess að Tímósjenkó verði látin laus og leyft að taka þátt í þingkosningum, sem fyrirhugaðar eru í október.

Stjórn Úkraínu lætur hins vegar engan bilbug á sér finna. Míkóla Asarov, forsætisráðherra Úkraínu, sagði á fimmtudag þar sem hann var staddur í Vilnius að Tímósjenkó ætti að játa sekt sína. Það væri skilyrði fyrir „lagalegri lausn“ á máli hennar. Hann útilokaði hins vegar að hún yrði náðuð.

Viktor Janúkóvits, forseti Úkraínu, leggur allt kapp á að vængstýfa Föðurland, flokk Tímósjenkó, sem kom í veg fyrir að hann kæmist til valda í appelsínugulu byltingunni 2004.

En hann er ekki laus við Tímósjenkó þótt hún sitji bak við rimla. Hún neitar öllum sökum og segir að um sé að ræða pólitíska aðför að sér. Tímósjenkó er 51 árs gömul. Hún hefur nú setið í Karkover-kvennafangelsinu í sjö mánuði. Hún er svo bakveik að hún verður að liggja þegar hún hittir lögmann sinn, sem segir að Janúkóvits „ætli að drepa Tímósjenkó“.

Meira að segja andstæðingar hennar viðurkenna að hún sé hörð af sér og hefur hún verið sögð „eini karlmaðurinn í úkraínskum stjórnmálum“.

Mál Tímósjenkó er dragbítur á inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið. Hörðustu gagnrýnendur Janúkóvits segja að geðþótti og pólitískt ábyrgðarleysi einkenni stjórnarfarið í landinu.

Þeir, sem aðhyllast raunsæispólitík, segja hins vegar að ekki sé hægt að láta samskiptin við þetta stóra land velta á örlögum einnar konu, sem í þokkabót, eins og það var orðað í fréttaskýringu í Der Spiegel, er „enginn andófsmaður heldur kvenleg útgáfa af Míkhaíl Kodorkovskí: hún hafi einnig komist yfir mikið af peningum eftir vafasömum leiðum“.

Hinir fyrrnefndu hafa haft betur og Janúkóvits er enginn aufúsugestur í ríkjum Evrópu um þessar mundir og samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er fylgi hans heimafyrir komið niður í 13%.

Fyrrverandi ráðherrar fylla fangelsi Úkraínu

Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki látið sér nægja að setja stjórnarandstæðinginn Júlíu Tímósjenkó í fangelsi frá því að Viktor Janúkovits varð forseti Úkraínu fyrir tveimur árum. Þrír fyrrverandi ráðherrar úr stjórn hennar eru einnig komnir bak við lás og slá.

Valerí Ívasjenkó, fyrrverandi varnarmálaráðherra, var í liðinni viku dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að misnota embætti sitt í jarðaviðskiptum.

Júrí Lutsenko, fyrrverandi innanríkisráðherra, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar fyrir að hygla bílstjóra sínum. Þá var Heorí Filiptsjúk, fyrrverandi ráðherra náttúruauðlinda, dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna samnings við lögmannsstofu.

Öll hafa málin verið umdeild og í sumum tilvikum mun vera um að ræða sakargiftir, sem aldrei hefðu orðið að sakamáli innan Evrópusambandsins.

Janúkóvits hefur sagt að hann sé að hreinsa til í stjórnkerfinu og rjúfa tengsl ríkis og stórfyrirtækja.

Gagnrýnendur hans segja hins vegar að hann beiti réttarkerfinu sem valdatæki og hafi einfaldlega komið nýjum auðjöfrum, sem tengjast honum frá fornu fari, að við kjötkatlana.

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Nú kr. 8.910,- Nú kr. 8.910,- Lau...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...