Vill aukin framlög frá aðildarríkjunum

José Manuel Barroso er forseti framkvæmdastjórnar ESB.
José Manuel Barroso er forseti framkvæmdastjórnar ESB. Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur óskað eftir því að fjárframlög til þess á árinu 2013 verði aukin um 6,8% frá því sem nú er á þeim forsendum að aukið fjármagn þurfi frá ríkjum sambandsins til þess að standa við ýmsar skuldbindingar sem framkvæmdastjórnin þurfi að standa við.

Ýmsir ríki ESB hafa ítrekað hvatt framkvæmdastjórnina til þess að skera frekar niður í rekstri sínum í stað þess að óska sífellt eftir meiri fjármunum frá ríkjunum en framkvæmdastjórnin fór einnig fram á aukin framlög á síðasta ári.

Þá hefur framkvæmdastjórn ESB verið gagnrýnd harðlega fyrir að fara fram á aukin fjárframlög frá ríkjum sambandsins á sama tíma og hún krefjist þess að ríkin skeri niður í rekstri sínum meðal annars í heilbrigðis- og menntamálum.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að samkvæmt fjárhagsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir að sambandið hafi til ráðstöfunar samtals 138 milljarða evra eða sem nemur um 22.500 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert