Egypska frumvarpið gabb?

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Reuters

Komið hafa fram upplýsingar sem virðast benda til þess að nýlegar fréttir um egypskt frumvarp sem átti að heimila eiginmönnum að stunda kynlíf við látnar eiginkonur sínar hafi verið byggðar á gabbi.

Fyrir helgi var greint frá því í fjölmiðlum út um heim allan að fyrir egypska þinginu liggi lagafrumvarp sem muni veita eiginmönnum lagalegan rétt til þess að eiga kynmök við látnar eiginkonur sínar í allt að sex klukkustundir frá andláti þeirra. Í fréttum um málið kom einnig fram að lagabreytingin væri fyrirhuguð á næstu mánuðum.

Nú hafa hinsvegar komið fram upplýsingar sem virðast benda til þess að um gabb hafi verið að ræða. Uppruni fréttarinnar var pistill eftir Amr Abdul Samea, einn af helstu stuðningsmönnum Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, sem birtur var í ríkisdagblaðinu Al Ahram, þar sem þeirri fullyrðingu var kastað fram að væri að íhuga að setja lög sem myndu heimila eiginmönnum að stunda kynlíf með látnum eiginkonum sínum. Enskumælandi fjölmiðlar í Egyptalandi unni síðan frétt úr þessum pistli sem átti eftir að breiðast hratt út um netið og vera tekin upp af fjölmiðlum út um heim allan. Einnig hefur bandaríski fjölmiðillinn Huffington Post greint frá því að heimildarmenn í Egyptalandi hafi bent á það á samskiptasíðunni Twitter að fréttir af frumvarpinu séu rangar.

Ekki er víst hvort frumvarpið liggi fyrir egypska þinginu en talið er að jafnvel þó svo að staðan væri þannig þá séu svo gott sem engar líkur á því að frumvarpið hljóti samþykki meirihluta þingsins. Þessi hugmynd hefur þó verið kastað fram af Zamzami Abdul Bari, umdeildum klerki frá Marokkó. Sá er sagður þekktur fyrir umdeildar hugmyndir sínar sem þykja mjög á skjön við það sem flestir múslima trúa. Þannig hefur hann m.a. haldið því fram að konur megi drekka áfengi á meðgöngu, en neysla áfengis stranglega bönnuð í íslamstrú.

Nánar má lesa um málið á vef The Christian Science Monitor.
Upphaflegu frétt mbl.is um málið má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Öflug farangurskerra
Til sölu öflug farangurskerra, 230 x 180 x 100. Hentar jafnt fyrir jeppa og rútu...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...