Nota mannlausar vélar til mannvíga

Barack Obama
Barack Obama BRENDAN SMIALOWSKI

John Brennan, helsti ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í hryðjuverkamálum, segir að Bandaríkjamenn noti mannlausar flugvélar til að drepa meðlimi al-Qaeda í Afganistan.

Ár er liðið frá því Osama bin Laden var drepinn í Pakistan. Stuðningsmenn Obama hafa lagt áherslu á að fall hans sé til marks um að Bandaríkjastjórn hafi staðið sig vel í baráttu gegn hryðjuverkamönnum. Obama hafi sett sér það markmið að hafa hendur í hári bin Landen og honum hafi tekist það.

Brennan segir að Obama vilji gera Bandaríkjamönnum grein fyrir því að herinn noti mannlausar flugvélar til að fella hryðjuverkamenn í Afganistan.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum ætla á næstu dögum að birta á netinu upplýsingar um leitina og drápið á bin Laden.

Fall bin Laden er orðið að bitbeini í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Mitt Romney segir ekki ástæðu til að gera of mikið úr falli bin Laden og bætti við að Jimmy Carter hefði án efa gefið fyrirskipun um að drepa bin Landen ef hann hefði verið í aðstöðu til þess. Carter hefur almennt það orð á sér að hafa verið slakur forseti þegar kom að öryggismálum ríkisins.

Obama og stuðningsmenn hans virðast hins vegar ætla að nota fall bin Landen eins og þeir geta í kosningabaráttunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert