Hafna áfrýjun Abu Qatada

Abu Qatada stækka

Abu Qatada AFP

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur hafnað beiðni íslamska harðlínuklerksins Abu Qatada um að taka mál hans til umfjöllunar en bresk stjórnvöld vilja vísa honum úr landi til Jórdaníu þar sem hans bíða réttarhöld.

Ákvörðun dómstólsins þýðir að Bretar geta unnið að brottvísun hans en Abu Qatada var árið 1999 sakfelldur að sér fjarstöddum í Jórdaníu fyrir að eiga hlutdeild í hryðjuverkaárásum. Verði hann sendur þangað verður réttað aftur yfir honum. 

Bretar hafa lengi viljað framselja klerkinn til Jórdaníu en um tíma var hann talinn vera hægri hönd Osama bin Ladens og telja bresk stjórnvöld hann ógna þjóðaröryggi Bretlands en ítrekað hefur verið komið í veg fyrir það þar sem Abu Qatada telur að hann verði pyntaður í Jórdaníu. Hann fékk hæli í Bretlandi árið 1993. 

Abu Qatada var handtekinn í Bretlandi í apríl og leitaði hann í kjölfarið  til Mannréttindadómstólsins um að mál hans yrði tekið fyrir þar sem framsal hans brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Á það fellst dómurinn hins vegar ekki á og því var beiðni hans hafnað í dag. 

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
SKART OG ORKUSTEINAR
Netverslun með mikið úrval af skarti og orkusteinum....
HARVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga  Sjá nánar á...
Bækur um ættfræði og ýmsan fróðleik til sölu
til sölu bækur um ættfræði. V-Skaftfellingar 1-4 kr. 25 þús., Vestfirskar ættir ...
JETSKI TIL SÖLU
Til sölu 2 SeaDoo jetski og kerra. 2007 árgerð. Ekin ca. 63 tíma. Nýyfirfarin og...
 
Samkoma
Félagsstarf
Háaleitisbraut 58â€"60 Samkoma ...
Byggingafræðingur - innanhússarkitekt
Sérfræðistörf
Umsóknum skal skilað til ARKÍS arkitekta...
Reynslubolti
Starf óskast
Reynslubolti óskar eftir starfi ...
Dönskuken
Grunn-/framhaldsskóla
Vallaskóli, Selfossi Dönskuk...