Rannsókn á flugslysi að ljúka

Rannsókn á flugslysi sem kostaði 228 manns lífið árið 2009 er loks að ljúka og verða rannsóknarniðurstöður gefnar út í júlí. Airbus A330 flugvél hrapaði í Atlantshafið á leið frá Rio til Parísar, 1. júní árið 2009. Bið aðstandenda þeirra sem létust eftir skýringum er nú loks á enda.

Frönsk rannsóknarnefnd fer með rannsókn málsins og sagði talsmaður hennar í dag að skýrsla um orsakir slyssins yrði bráðlega kunngerð.

Í júlí á síðasta ári voru frumniðurstöður gefnar út og samkvæmt þeim brást flugstjórinn ekki rétt við er vélin fór að missa flugið þennan örlagaríka dag. Air France, sem átti flugvélina, hefur haldið því fram að flugmönnunum sé ekki um að kenna heldur að viðvörunarbúnaður vélarinnar hafi brugðist.

Í lok júní verður einnig gefin út skýrsla sem aðstandendur fórnarlamba slyssins hafa látið vinna og tekur á lögfræðilegum álitamálum slyssins en aðstandendur undirbúa hópmálsókn. Rannsaka lögmenn þeirra Air France og Airbus fyrir meint manndráp af gáleysi í tengslum við slysið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert