„Hættulegir dagar“ framundan

Bræðralag múslíma í Egyptalandi varar við því að „hættulegir dagar“ séu framundan en í gær dæmdi stjórnlagadómstóll þar í landi niðurstöður þingkosninga sem fram fóru á síðasta ári ólögmætar.

Bræðralag múslíma segir að niðurstaðan ógni þeim viðkvæmu lýðræðisumbótum sem þó hefur verið komið á í landinu undanfarna mánuði. Egyptar gætu því séð fram á „hættulega daga“.

Formaður samtakanna, Mohammed Mursi, er í framboði gegn sitjandi forseta, Ahmed Shafiq, og fara kosningar fram nú um helgina.

Óvissa ríkir þó með stjórnarfar landsins eftir dómsúrskurðinn. Niðurstaða þessa æðsta stjórnlagadómstóls landsins er sú að kosningarnar í fyrra, sem voru fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu í áratugi, hafi ekki fylgt stjórnarskrá landsins. Því þurfi að endurtaka kosningarnar.

Með ákvörðuninni er stjórn landsins komin aftur í hendur hersins sem fór tímabundið með stjórn landsins eftir að Hosni Mubarak var steypt af stóli í febrúar í fyrra.

Andófsmenn í landinu óttast að herinn muni nú reyna að auka völd sín og hafa lýst niðurstöðu dómsins sem valdaráni sem hafi þann tilgang að grafa undan byltingunni í landinu.

Frétt BBC um málið.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
Til sölu sætisbekkur 3 sæta
Til sætisbekkur 3 sæta, passar í Toyota sendibíl / ódýr / Uppl. ...
Toyota Yaris 2007
Til sölu Toyota Yaris bifreið árgerð 2007. Bíllinn er nýskoðaður 2015 og er han...
Gisting v/Akureyri
Bjóðum upp á gistingu í íbúð með tveimur tveggja manna herbergjum með uppbúnum r...
RAUÐUR 2ja MANNA SVEFNSÓFI
Mjög góður 2ja manna svefnsófi til sölu. Æðislega gott að sofa í honum. Rúmfat...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
GRUNDARGÖTU 30, 350 GRUNDARFIRÐI SÍMI ...
Aðstoðardeildarstjóri
Heilbrigðisþjónusta
Hjúkrunarheimili   A...
Hlín
Félagsstarf
jHlín 6015042316 IV/V  ...
Auglýsing um sveinspróf
Kennsla
Auglýsing um sveinspr...