„Hættulegir dagar“ framundan

Bræðralag múslíma í Egyptalandi varar við því að „hættulegir dagar“ séu framundan en í gær dæmdi stjórnlagadómstóll þar í landi niðurstöður þingkosninga sem fram fóru á síðasta ári ólögmætar.

Bræðralag múslíma segir að niðurstaðan ógni þeim viðkvæmu lýðræðisumbótum sem þó hefur verið komið á í landinu undanfarna mánuði. Egyptar gætu því séð fram á „hættulega daga“.

Formaður samtakanna, Mohammed Mursi, er í framboði gegn sitjandi forseta, Ahmed Shafiq, og fara kosningar fram nú um helgina.

Óvissa ríkir þó með stjórnarfar landsins eftir dómsúrskurðinn. Niðurstaða þessa æðsta stjórnlagadómstóls landsins er sú að kosningarnar í fyrra, sem voru fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu í áratugi, hafi ekki fylgt stjórnarskrá landsins. Því þurfi að endurtaka kosningarnar.

Með ákvörðuninni er stjórn landsins komin aftur í hendur hersins sem fór tímabundið með stjórn landsins eftir að Hosni Mubarak var steypt af stóli í febrúar í fyrra.

Andófsmenn í landinu óttast að herinn muni nú reyna að auka völd sín og hafa lýst niðurstöðu dómsins sem valdaráni sem hafi þann tilgang að grafa undan byltingunni í landinu.

Frétt BBC um málið.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
Sumarhús til sölu
Til sölu fallegur og notalegur bústaður á frábærum útsýnisstað í Efsta-Dalsskógi...
PLASTMOTTUR
Sænska Horredsmattan - síðan 1956 Plastmottur, mikið úrval, margir litir. 25% ...
Fleetwood Utah 12 fet 2008 árgerð
Er með til sölu, einstaklega vel með farið og lítið notað Fleetwood Utah 12 feta...
Antik skenkur
Til sölu Antik skenkur með ljósum. Verð 90.000- Upplýsingar í síma 6619870 mar...
 
Flakari óskast
Önnur störf
Flakari óskast til starfa í Reykjavík Mi...
Styrkir
Styrkir
Styrkir til náms í ha...
1 mál
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Eimskip: áhafnastjóri
Stjórnunarstörf
áhafnastjóri / crew manager Eimskip l...