Vilja láta vana barnaníðinga

Frumvarp um vönun kynferðisglæpamanna er nú til umræðu í litháíska …
Frumvarp um vönun kynferðisglæpamanna er nú til umræðu í litháíska þinginu. mbl.is/Kristinn

Litháíska þingið færðist í dag einu skrefi nær því að samþykkja lög sem heimila vönun barnaníðinga. Frumvarp þessa efnis var vel tekið af þverpólitískum meirihluta í litháíska þinginu í dag. Samkvæmt því verður dómstólum heimilt að dæma kynferðisafbrotamenn til að gangast undir lyfjameðferð sem deyfir kynhvöt þeirra. 

Frumvarpið á enn eftir að fara í gegnum tvær umferðir í þinginu en verði það samþykkt er búist við að lög um vönun barnaníðinga taki gildi í landinu í september.

Frumvarið gerir ráð fyrir heimild til handa dómstólum að mæla fyrir um lyfjameðferð í allt að fimm ár fyrir einstaklinga sem hafa verið sakfelldir fyrir barnaníð. Þá verður gefin heimild fyrir því að láta aðra kynferðisafbrotamenn gangast undir slíka lyfjameðferð í allt að þrjú ár.

Flytjendur frumvarpsins tóku fram að samskonar lög séu þegar í gildi í Evrópusambandsríkjunum Tékklandi, Eistlandi og í Póllandi. Þá standi svipuð úrræði til boða í Kanada, Danmörku, Svíþjóð og í Bandaríkjunum þótt þar séu kynferðisafbrotamenn ekki þvingaðir til lyfjameðferðar.

Þessa þungu refsistefnu í kynferðisbrotamálum sem Litháar reyna nú að lögsetja má rekja til mikillar umræðu um kynferðisafbrot í landinu að undanförnu þar sem mörg gróf og skipuleg kynferðisafbrot gegn börnum hafa komið upp að undanförnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert