Ætlar að koma Grikklandi aftur á rétta braut

Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands.
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands. AFP

Forsætisráðherra Grikklands, Antonis Samaras, hét því í dag þegar hann fundaði í fyrsta sinn með nýrri ríkisstjórn sinni að koma efnahagsmálum landsins aftur í réttan farveg. Hann sagði að stjórn sín stefndi að endurskoðun skilyrða Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna efnahagsaðstoðar við Grikkland án þess að stofna aðild landsins að evrusvæðinu í hættu.

Í frétt AFP-fréttaveitunnar kemur fram að Jean-Claude Juncker, sem fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna, hafi sagt að fulltrúar Evrópska seðlabankans, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins myndu koma á nýjan leik til Aþenu á mánudaginn og kanna möguleika á að „uppfæra“ samninginn.

Samaras tilkynnti einnig að laun grískra ráðherra yrðu lækkuð um 30%. Þá lýstu ríkisstjórnarflokkarnir því yfir að Grikkland myndi standa við gefin loforð um að ná niður fjárlagahalla landsins, koma skuldamálum þess í betra horf og koma á nauðsynlegum endurbótum á stjórnkerfinu.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að ríkisstjórn Samaras hafi óskað eftir því að frestur til þess að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðhaldsaðgerðir verið framlengdur um tvö ár.

Þá hafi stjórn hans ennfremur meðal annars óskað eftir 16-20 milljörðum evra til viðbótar við fyrri efnahagsaðstoð til þess að ekki þurfi að segja upp eins mörgum opinberum starfsmönnum og áður stóð til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert