Banna öll kennileiti kommúnista

Tito stjórnaði Júgóslavíu með harðri hendi þar til hann lést …
Tito stjórnaði Júgóslavíu með harðri hendi þar til hann lést árið 1980. mbl.is

Fyrrverandi hermönnum slóvenska hersins, sem börðust gegn erlendu herliði nasista í seinni heimsstyrjöld, hefur verið bannað að taka þátt í fagnaðarhöldum á sjálfstæðisdegi Slóvena. Mennirnir voru eindregnir fylgismenn kommúnista á stríðsárunum.

„Þetta er móðgun við sjálfstæðisdag Slóvena og afneitun á sögu landsins. Merki kommúnista er merki fyrrum frelsishreyfingarinnar. Hvað ef kristnum mönnum væri bannað að bera kross um hálsinn?,“ sagði Janez Stanovnik, en hann er yfir samtökum uppgjafahermanna úr seinni heimsstyrjöldinni í Slóveníu.

Uppgjafahermenn úr seinni heimsstyrjöld hafa alltaf klæðst búningum sem bera kennileiti kommúnista og þeir hafa alltaf tekið þátt í fagnaðarhöldunum síðan Slóvenar fengu sjálfstæði frá Júgóslavíu árið 1991.

Stjórnvöld í Slóveníu tóku þá ákvörðun í ár að banna öll kennileiti kommúnista á fagnaðarhöldunum í ár. Merki kommúnista minna marga á slæma daga þegar Slóvenar voru hluti af Júgóslavíu, en Júgóslavía var undir stjórn kommúnista frá 1943-1992.

„Margir Slóvenar voru myrtir af hermönnum sem klæddust einkennisbúningum kommúnista,“ sagði Milan Zver, en hann er varaforseti slóvenska demókrata flokksins. 

Slóvenskri uppreisnarhermenn, hallir undir kommúnista, voru meðal þeirra fyrstu til að spyrna við hersetu Þjóðverja og Ítala, en Slóvenía var hertekin árið 1941.

Eftir seinni heimsstyrjöld varð Slóvenía hluti af Júgóslavíu, en Josip Broz Tito var meðal þekktra uppreisnarhermanna sem tóku þátt í ríkisstjórn kommúnista. Tito stjórnaði Júgóslavíu með harðri hendi þar til hann lést árið 1980.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert