Völdu kynlíf fram yfir sjónvarp

Þýskar konur vilja frekar sjónvarpsgláp en kynlíf.
Þýskar konur vilja frekar sjónvarpsgláp en kynlíf. mbl.is

57% kvenna í Þýskalandi myndu frekar vilja vera eitt ár án kynlífs, heldur en eitt ár án sjónvarps. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í Þýskalandi á dögunum. Könnunin kemur mörgum á óvart, en 62% karlmanna völdu hins vegar kynlíf fram yfir sjónvarpsgláp.

Þetta var ekki það eina sem kom fram í könnuninni, en 47% kvenna og 22% karla völdu sælgæti fram yfir kynlíf. Úrtakið í könnuninni var 2.200 manns, en hún var sett upp þannig að fólk gat aðeins valið á milli tveggja hluta.

 Þegar þátttakendur voru beðnir að velja á milli þess að vera án bóka eða tölvu í eitt ár, þá völdu 60% kvenna og karla bækur fram yfir tölvuna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert