Sally Ride var samkynhneigð

Sally Ride að undirbúa sig fyrir fyrstu geimferð sína árið …
Sally Ride að undirbúa sig fyrir fyrstu geimferð sína árið 1983. AFP

Sally Ride var fyrsta bandaríska konan sem fór út í geim og fyrirmynd kvenna um allan heim. En það var ekki fyrr en eftir andlátið að Ride „sagði“ frá því að hún hefði verið samkynhneigð og átt í löngu ástarsambandi við konu, Tam O'Shaughnessy.

Ride lést síðastliðinn mánudag, 61 árs að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Í tilkynningu sem hún hafði útbúið áður en hún lést og gerð hefur verið opinber, segir Ride frá samkynhneigð sinni. Kærastan, O'Shaughnessy, var einnig viðskiptafélagi hennar.

„Flestir vissu ekki af því að Sally átti í 27 ára ástríku sambandi við viðskiptafélaga sinn, Tam O'Shaughnessy,“ skrifar systir Ride í minningargrein sem birt var á vefnum MSNBC.com.

„Sally faldi aldrei samband sitt við Tam. Þær voru félagar, viðskiptafélagar og skrifuðu saman bækur og nánir vinir Sallyar vissu auðvitað af sambandi þeirra,“ skrifar Bear Ride. „Tam tilheyrir fjölskyldunni okkar.“

Ride fór tvisvar út í heim, fyrst árið 1983. Hún starfaði hjá NASA til ársins 1987.

Undanfarin ár hafði hún einbeitt sér að Sally Ride Science, menntastofnun þar sem sérstök áhersla er lögð á raungreinar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert