60 látnir í flóðum

Íbúar Apalit í úthverfi Manila á flótta undan vatnselgnum.
Íbúar Apalit í úthverfi Manila á flótta undan vatnselgnum. AFP

Þúsundir íbúa Filippseyja hafast við í yfirfullum neyðarskýlum en undanfarna viku hefur rignt látlaust og eyjarnar margar nánast á floti. Sextíu manns hafa farist í flóðunum.

Talið er að um 80% af höfuðborg landsins, Manila, hafi verið á floti í byrjun vikunnar en flóðin eru nú í rénun og á einhverjum svæðum hafa íbúar fengið að snúa heim á ný. Aftur á móti eru hrísgrjónaakrar í norðri enn á kafi í vatni og ekkert útlit fyrir að flóðin þar sjatni á næstunni.

Verkamaður sem AFP-fréttastofan ræddi við, Rogelio Soco, segir ástandið skelfilegt. „Við verðum að fá eitthvað að borða. Ég hef ekki komist í vinnu í viku og hef ekki heldur fengið útborgað,“ segir Soco sem er þriggja barna faðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Magnús Ágústsson: 60?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert