Tveir létust í loftárás

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heldur hér á ómannaðri flugvél í …
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heldur hér á ómannaðri flugvél í eigu Bandaríkjahers. AFP

Tveir skæruliðar létust þegar ómönnuð flugvél á vegum bandaríska hersins gerði loftárás í norðurhluta Waziristan héraðs í Pakistan í morgun.

Var þetta önnur loftárásin sem Bandaríkjaher gerir í héraðinu í dag en fjórir skæruliðar létust í hinni loftárásinni sem gerð var í fyrr í morgun.

„Að minnsta kosti tvær skæruliðar voru drepnir og tveir aðrir slösuðust í morgun þegar ómönnuð flugvél á vegum bandaríska hersins skaut tveimur eldflaugum á svæði þar sem skæruliðar voru að fjarlægja tvö bílhræ,“ sagði starfsmaður hersins í samtali við AFP.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert