Mun taka 5-6 tíma að lesa dóminn

Anders Behring Breivik fluttur í dómshúsið í morgun.
Anders Behring Breivik fluttur í dómshúsið í morgun. AFP

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik er mættur í dómshúsið í Ósló. Dómur verður kveðinn upp kl. 8. Fyrst verður niðurstaðan lesin upp en talið er að það muni taka dómarana 5-6 klukkustundir að gera grein fyrir rökstuðningi sínum.

Anders Behring Breivik hefur játað að hafa drepið 77 manns í Ósló og Útey 22. júlí á síðasta ári. 

Aðstandendur hafa safnast saman fyrir utan dómssal 250. Þeir faðma hver annan og bíða niðurstöðunnar sem vonandi mun færa þeim einhvern frið.

Enn er óvíst hvort Breivik verður úrskurðaður sakhæfur. Geðlæknar eru ekki á einu máli um sakhæfi hans. Verjandi Breivik segir hann sakhæfan en saksóknari segir hann geðsjúkan og að hann eigi að vistast á geðdeild.

Blaðamenn koma sér fyrir utan við dómssal 250 í dómshúsinu …
Blaðamenn koma sér fyrir utan við dómssal 250 í dómshúsinu í Ósló. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert