Stúlkan á leið heim til Bretlands

Rannsókn á morðunum stendur enn yfir.
Rannsókn á morðunum stendur enn yfir. JUSTIN TALLIS

Eldri stúlkan sem særðist þegar foreldrar hennar og amma voru myrt í Frakklandi fyrr í vikunni er á leið heim til Bretlands.

Stúlkan, sem er sjö ára gömul, var skotin tveimur skotum, í höfuðið og í öxlina. Hún hefur dvalið á sjúkrahúsi, en komst til meðvitundar um miðja vikuna. Fjögurra ára systir hennar slapp ómeidd úr skotárásinni, en hún faldi sig undir pilsi móður sinnar sem lést í árásinni.

Rannsókn á morðunum stendur enn yfir, bæði í Frakklandi og Bretlandi. Franska lögreglan hefur sagt að hún telji að rætur árásarinnar liggi í Bretlandi.

Hjólreiðamaðurinn sem kom fyrstur að bílastæðinu þar sem skotárásin átti sér stað kom fram í fjölmiðlum í gær. Ekkert fjarskiptasamband var þar sem bíllinn var og þurfti hann að taka þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa stúlkuna sem lá grátandi og mikið særð við bílinn til að kalla eftir aðstoð lögreglu og sjúkrabíls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert