15 ára stakk af með kennaranum

Breska lögreglan að störfum.
Breska lögreglan að störfum. AFP

Fimmtán ára bresk stúlka stakk af með kennara sínum sem er tvisvar sinnum eldri en hún.

Megan Stammers er frá Eastbourne í Austur-Sussex og hvarf hún með stærðfræðikennaranum sínum, Jeremy Forrest, á föstudag.

Áhyggjur vöknuðu um miðjan dag er Stammers hafði ekki mætt í skólann en Forrest kennir við sama skóla, að því er fram kemur í frétt Telegraph.

Lögreglan rannsakar málið en ekkert hefur spurst til parsins eftir að það lét sig hverfa á föstudag.

Lögregla segist ekki telja stúlkuna í hættu. Faðir hennar hefur komið fram í fjölmiðlum og beðið dóttur sína að hafa samband. „Við erum áhyggjufull og söknum hennar mikið. Gerðu það, Megan, hafðu samband.“

Vinir og ættingjar hafa auglýst eftir Megan, m.a. á Facebook og Twitter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...