Öll börnin látin

Öll látin. Sabah Usmani ásamt börnum sínum fimm. Þau eru …
Öll látin. Sabah Usmani ásamt börnum sínum fimm. Þau eru öll látin.

Þriggja ára stúlka lést á sjúkrahúsi í Bretlandi í dag af völdum brunasára sem hún hlaut er eldur kviknaði á heimili hennar. Fjögur systkini hennar og móðir fórust í eldsvoðanum.

Stúlkan, Maheen Shakoor, hafði verið í lífshættu allt frá því að henni var bjargað út úr logandi húsinu í Essex á mánudag. Lögreglu grunar að um íkveikju hafi verið að ræða.

 Móðir hennar, Sabah Usmani, bræðurnir Sohaib, 11 ára, Muneeb, 9 ára, og Rayyan, sex ára, fórust í eldinum sem og 12 ára systir hennar, Hira.

Faðir barnanna, Abdul Shakoor, hlaut minniháttar meiðsli í eldsvoðanum en lögreglan segir hann hafa reynt að bjarga börnum sínum og borið eitt þeirra út úr brennandi húsinu. Hann er læknir og starfaði á sjúkrahúsinu sem yngsta dóttir hans lá á.

Lögreglan í Essex rannsakar nú hvort að kveikt hafi verið í húsi fjölskyldunnar. Fjölskyldan er upprunalega frá Karachi en bjó í Saudi-Arabíu í yfir áratug áður en hún flutti til Bretlands.

Slökkviliðsmenn telja að hugsanlega hafi íkveikiefni verið notað til að kveikja í húsinu því eldurinn breiddist mjög hratt út að sögn  sjónarvotta. Talið er að hann hafi kviknað á neðri hæð hússins en mjög fljótt borist upp á efri hæðina þar sem fjölskyldan var í fasta svefni.

Brennandi bíll fannst einnig í námunda við húsið á mánudag.

Frétt mbl.is: Faðirinn óhuggandi eftir dauða barnanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert