Smokkar verði skyldubundnir í klámmyndum

Smokkar
Smokkar mbl.is

Smokkanotkun í klámmyndun verður skylda samkvæmt nýju frumvarpi sem meirihluti íbúa Los Angeles greiddi atkvæði með samhliða forsetakosningunum í gær. Áætlað er að um 90% alls bandarísks klámefnis sem dreift er á netinu sé framleitt í San Fernando í Los Angeles.

Alls voru 55,9% kjósenda í Los Angeles hlynnt lagabreytingu sem skyldar þátttakendur í klámmyndum til að nota smokk. Samtökin AIDS Healtcare Foundation hafa árum saman beitt sér fyrir því að draga úr smiti á HIV og öðrum kynsjúkdómum í klámmyndum.

„Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefur mikið að segja um örugg kynmök,“ segir forseti samtakanna, Michael Weinstein, í samtali við dagblaðið L.A. Times. Frumvarpið kveður á um að klámframleiðendurnir standi sjálfir undir kostnaðinum og munu þeir lögum samkvæmt þurft að fá heilbrigðisvottun fyrir starfseminni, ekki ósvipað húðflúrstofum.

Að sögn Weinstein á eftir að koma í ljós hvernig stjórnvöld í Los Angeles, og klámiðnaðurinn, bregðast við. „Við höfum sýnt með okkar staðfestu að við ætlum ekki að gefa þetta málefni upp á bátinn,“ segir Weinstein. „Nú þegar almenningur hefur látið vilja sinn svona skýrt í ljós þá er það á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda að bregðast strax við og samþykkja frumvarpsins.

Stuðningsmenn laganna segja þau sambærileg við önnur vinnuverndarlög, s.s. að verkamönnum sé skylt að bera hjálma. Auk þess verði þau til þess að auka öryggi almennings gegn kynsjúkdómasmiti. Andstæðingar laganna segja hins vegar að klámiðnaðurinn eigi að geta passað sig sjálfur án afskipta stjórnvalda og jafnframt að kaupendur vilji ekki horfa á klám þar sem smokkar séu notaðir.

Smokkar á boðstólum.
Smokkar á boðstólum. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert