CIA-stjóri hættir vegna framhjáhalds

Petraeus sver eið sem yfirmaður CIA fyrir John Biden varaforseta …
Petraeus sver eið sem yfirmaður CIA fyrir John Biden varaforseta Bandaríkjanna. Til vinstri er eiginkona Petraeus, Holly. mbl.is/afp

David Petraeus sagði af sér starfi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) í dag vegna framhjáhlaups í hjónabandi.

„Í gær fór ég í Hvíta húsið og bað forsetann um leyfi, af persónulegum ástæðum, til að segja af mér starfi yfirmanns CIA,“ sagði Petreus í yfirlýsingu til starfsmanna leyniþjónustunnar.

„Eftir 37 ára hjónaband sýndi ég ákaflega mikinn dómgreindarskort með framhjáhaldi. Slíkt háttalag er ótækt, bæði af hálfu eiginmanns og forstöðumanns stofnunar sem okkar. Í dag féllst fosetinn náðarsamlegast á afsögn mína,“ sagði þar ennfremur. 

Petraeus tók við starfi CIA-stjóra í september í fyrra en þar áður var hann æðsti yfirmaður fjölþjóðaheraflans í Afganistan.

Óvænt og fyrirvaralaust brotthvarf hans úr starfi kemur sér illa fyrir Obama. Búist hefur verið við að hann muni stokka upp í sveit þjóðaröryggisrágjafa sinna en þó ætlað Petreus áframhaldandi hlutverk þar.  Við starfi Petreus tekur næstráðandi hans, Michael J. Morell,  til bráðabirgða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka