Ísraelsmenn opnuðu hlið vítis

Ísraelskir hermenn.
Ísraelskir hermenn. AFP

Dráp Ísraelsmanna á Ahmed al-Jabari, yfirmanni hernaðararms Hamas, í dag opnaði „hlið vítis“. Óttast er að átök og ofbeldisalda brjótist út í kjölfarið.

Al-Jabari var á ferð í bíl sínum í Gasaborg er sprengju var varpað úr lofti á bíl hans. Ísraelsmenn hafa um skeið haldið því fram að Jabari stjórni hernaðaraðgerðum gegn Ísrael.

„Hernámslið Ísraelsmanna opnaði hlið vítis í dag,“ segir í yfirlýsingu frá Ezzedine al-Qassam, sem er hernaðararmur Hamas-samtakanna. Þau heita því að halda áfram mótspyrnu sinni við hernám Ísraelsmanna.

Frétt mbl.is: Ísraelsmenn drápu Hamas-foringja

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert