Víðtækar vinnustöðvanir í Evrópu

Frá mótmælum í Barcelona á Spáni í nótt
Frá mótmælum í Barcelona á Spáni í nótt AFP

Stéttarfélög víða í ríkjum Evrópusambandsins hafa boðað til verkfalls og mótmæla í dag vegna aukins atvinnuleysis og niðurskurðar hjá hinu opinbera.

Er talið að um 40 stéttarfélög í 23 löndum muni taka þátt í verkfallinu í dag. Meðal annars á Spáni, Ítalíu, Portúgal, Grikklandi, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi.

Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að samgöngur geti riðlast og eins verði þjónusta á skornum skammti í einhverjum landanna. Mjög misjafnt er hversu lengi verkfallið muni standa í löndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert