Evruvandinn ógn við Rússland

Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands, segist hafa áhyggjur af stöðu mála í Evrópusambandinu. Í Moskvu sé náið fylgst með þróun evrukrísunnar, enda ógni hún efnahagsstöðugleika Rússlands.

Í viðtali við AFP kvartaði Medvedev yfir því að leiðtoga Evrópusambandsins skorti „dugnað og vilja“ til að leysa vandann vegna þjarks um það hvort fara eigi leið niðurskurðar eða vaxtar.

„Við lítum á þetta sem háalvarlega ógn. Við erum að miklu leyti háð því hvað gerist í hagkerfi Evrópusambandsins,“ sagði Medvedev en hann er nú í opinberri heimsókn í París þar sem hann fundar með Francoise Hollande Frakklandsforseta. 

Rússar eiga um helming erlendra viðskipta sinna við lönd Evrópusambandsins og 41% af gjaldeyrisforða Rússlands er evrur. Medvedev sagði rússnesk stjórnvöld sérstaklega uggandi yfir „veiku hlekkjum“ evrusvæðisins, s.s. Grikklandi og Spáni. 

„Það virðist sem evrópskir starfsbræður okkar séu að þokast í átt að samkomulagi en aðalatriðið er að það verði ekki of seint,“ sagði Medvedev. Viðræður Evrópusambandsríkja um fjárlög næsta árs sigldu í strand á föstudag.

Medvedve lagði þó áherslu á að Rússari hefðu ekki í hyggju að skipta út evrum í gjaldeyrisforða sínum. „Ég hef alltaf sagt við kollega mína, þar á meðal forseta Frakklands og kanslara Þýskalands, að ég bind miklar vonir við að evran haldi áfram að vera stöðugur gjaldmiðill í forðanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert