Lieberman segir af sér

Avigdor Lieberman
Avigdor Lieberman AFP

Utanríkisráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, hefur sagt af sér en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik. Rannsókn á máli hans hefur staðið lengi en um er að ræða fjármálahneyksli síðan fyrir rúmum áratug.

Lieberman hefur einnig sagt af sér sem aðstoðarforsætisráðherra og ætlar að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt, samkvæmt frétt á vef BBC.

Einungis fimm vikur eru þar til Ísraelar ganga að kjörborðinu og kjósa sér nýtt þing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert