Líbía lokar landamærunum

Frá Líbíu.
Frá Líbíu. AFP

Líbía hefur fyrirskipað lokun landamæra sinna og hefur komið þeim skipunum áfram til fjögurra nágrannaríkja sinna. Stjórnvöld hafa lýst landsvæði í eyðimörkinni í suðri stríðssvæði en þar hafa geisað átök vikum saman.

Þingið fyrirskipaði lokun á landamærum að nágrannaríkjunum Tsjad, Níger, Súdan og Alsír. Er þetta gert til að koma í veg fyrir flutning matvæla og fólks frá hinum stríðshrjáða suðurhluta landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert