Segir nauðgunina konunni að kenna

Hópnauðguninni hefur verið mótmælt víða á Indlandi og um allan ...
Hópnauðguninni hefur verið mótmælt víða á Indlandi og um allan heim. AFP

Asharam sem er vinsæll trúarleiðtogi á Indlandi segir að unga konan, sem lést eftir hópnauðgun í strætisvagni í borginni Nýju-Delí um miðjan desember, hefði getað komið í veg fyrir glæpinn með því að biðjast vægðar og ákalla guð sinn. Hann segir að ábyrgðin liggi ekki síður hjá henni.

Ummælin hafa vakið mikla reiði á Indlandi og víðar, en Asharam sem einnig gengur undir nafninu Bapu sem þýðir „faðir“ á sér fjölmarga fylgismenn.

„Þessi harmleikur hefði ekki átt sér stað ef hún hefði kallað nafn guðs og fallið við fætur árásarmannanna. Það voru ekki bara þeir sem breyttu rangt,“ sagði Bapu.

Myndskeið með þessum ummælum hans hefur farið víða um netið.

Þetta eru enn ein ummælin sem málsmetandi menn á Indlandi láta falla um atburðinn þar sem látið er að því liggja að fórnarlömb nauðgana beri ábyrðina. Til dæmis sagði þingmaðurinn Abhijit Mukherjee, sem er sonur forseta landsins, að konur sem tækju þátt í mótmælum gegn hópnauðguninni væru eins og gamlir bílar sem hefðu farið margoft í viðgerð.

Helsta dagblað hindúa í landinu segir það vanvirðingu þegar maður í svo hárri stöðu lúti svona lágt. „Asharam á það skilið að vera fordæmdur,“ segir í leiðara blaðsins í dag. Í leiðaranum eru stjórnmálamenn frá bæði stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu gagnrýndir fyrir að hafa látið í ljós kvenfyrirlitningu í tengslum við málið og þá áherslu sem báðir flokkar hafa lagt á að konur starfi ekki utan heimilis. 

„Hugmyndir þeirra um ákjósanlegt samfélag virðast eiga rætur sínar í sömu fordómum og hafa fætt af sér menningu sem líður ofbeldi gagnvart konum. Atvikið í Nýju-Delí er nýjasta birtingarmynd þess,“ segir í leiðaranum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Harviður til Húsbyggingu
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Vatnsheld Einangrun
FinnFoam XPS. 585X1235:100. s:822-5950...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...