Benedikt páfi verður skeikull

Benedikt XVI getur haft rangt fyrir sér eftir 28. febrúar.
Benedikt XVI getur haft rangt fyrir sér eftir 28. febrúar. AFP

Benedikt XVI páfi verður ekki lengur óskeikull eftir 28. febrúar, en þá mun hann láta af embætti. Tilkynnt var um þetta í fréttatilkynningu frá Vatíkaninu í dag. Mun hæfileikinn um óskeikulleika færast til næsta páfa

„Sá sem afsalar sér embætti nýtur ekki lengur liðsinnis hins heilaga anda sem er vegvísir hinnar alþjóðlegu kirkju,“ segir Federico Lombardi talsmaður Vatíkansins á fréttamannafundi í dag. 

Ríkjandi páfi hefur samkvæmt lögum kaþólsku kirkjunnar verið óskeikull frá árinu 1870 þó hefðin eigi sér eldri rætur. 

Á vef AFP segir að tilkynningin veki upp spurningar meðal strangtrúaðra kaþólikka sem höfðu þá trú að páfinn myndi njóta óskeikulleika til dauðadags eftir útnefningu.

Benedikt er fyrsti páfinn sem segir af sér í 700 ár og sá annar sem gerir það sjálfviljugur í 2000 ára sögu embættisins. Mun hann áfram búa innan veggja páfagarðs eftir að nýr páfi tekur við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert