Barnungum systrum nauðgað og þær síðan myrtar

Kynferðisbrot hafa verið mikið í umræðunni á Indlandi að undanförnu. …
Kynferðisbrot hafa verið mikið í umræðunni á Indlandi að undanförnu. Hér er málsmeðferð þeirra mótmælt. AFP

Lík þriggja indverskra systra á barnsaldri fundust í brunni í síðustu viku, en þeim hafði verið nauðgað og síðan myrtar að því loknu. Stúlkurnar voru 6, 9 og 11 ára og þeirra hafði verið saknað í tvo daga eftir að þær höfðu farið að leita móður sinnar.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en fjórir hafa verið yfirheyrðir vegna þess.

Systurnar voru búsettar í litlu þorpi í Bhandara-héraði í Maharashtra fylki sem er í vesturhluta Indlands og brunnurinn, þar sem lík þeirra fundust, er í þorpinu.

Mikil reiði hefur gripið um sig meðal nágranna stúlknanna og hefur verið efnt til mótmæla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert